Það er alltaf nóg um að vera hjá Verkalýðsfélag Akraness í því að verja réttindi félagsmanna. Í frétt vef VFLA kemur fram að í síðustu viku hafi félagið komið að sjö málum hjá félagsmönnum VFLA sem hafi skilað einni milljón kr.
Það er óhætt að segja að nóg hafi verið að gera við að verja réttindi félagsmanna þessari viku en í heildina hefur þessi réttindavarsla skilað sjö félagsmönnum sem um ræðir yfir einni milljón króna.
Í fréttinni er einnig sagt frá því að frá því í nóvember 2003 hafi VFLA náð að verja réttindi sinna félagsmanna um sem nemur 540 milljónum kr.
Vihjálmur Birgisson formaður VFLA segir að það skipti gríðarlega miklu máli fyrir félagsmenn að hafa öflugt stéttarfélag til að verja hagsmuni þeirra.