Skaginn 3x efstur á palli á íslensku sjávarútvegssýningunni

Skaginn 3X hlaut í gær íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir framlag sitt til verðmætasköpunar í fiskvinnslu. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem teljast til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þetta er í sjötta sinn sem slík verðlaunaafhending fer fram en íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1999.

Virðing fyrir þessum verðlaunum fer stöðugt vaxandi og eru ætluðu til þess að vekja athygli á því besta á sviði sjávarútvegsins í heild sinni.