Samstarfsaðilum Golfklúbbsins Leynis fjölgar jafnt og þétt. Nýverið skrifuðu Lögheimili eignamiðlun ehf. og Leynir undir samkomulag sem felur í sér stuðning við starf Leynis.
Auglýsing frá fyrirtækinu við aðkomu og 1.teig er hluti af samkomulaginu. Í tilkynningu frá Leyni þakkar klúbburinn kærlega fyrir þann áhuga sem Lögheimili sýnir starfinu sem er til staðar hjá Leyni.
„Það ríkir tilhlökkun hjá okkur að þjónusta Akurnesinga í fasteignaviðskiptum í framtíðinni,“ segir Heimir Bergmann framkvæmdastjóri Lögheimilis.
Á myndinni eru Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis og Heimir Bergmann.