Skaginn 3X selur fimmta ofurkælikerfið á þessu ári

Skag­inn 3X skrifaði nýverið undir samning við Búlandstind um kaup á ofurkælikerfi fyrir lax. Kerfið gengur undir nafninu SUB-CHILL­ING™ og er þetta fimmta slíka kerfið sem Skaginn 3X selur á þessu ári. Frá þessu er greint á vefnum mbl.is/200milur.  Skaginn 3x seldi slíkt kerfi nýverið til Íslandsbleikju í Grindavík.

SUB-CHILL­ING™ afkastar 13 tonnum á klukkustund og gerir fyrirtækjunum kleift að pakka öllum laxi við -1°C allt árið um kring

 

Ekkert annað kom til greina:

Elís Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Bú­landstinds, seg­ir að ekk­ert annað hafi komið til greina þegar kom að vali á kæliaðferð fyr­ir laxa­vinnslu fyr­ir­tækj­anna.

„Við slátr­um laxi fyr­ir fisk­eldi Aust­fjarðar og með SUB-CHILL­ING™ tryggj­um við mestu mögu­legu gæði á afurðum og þannig tryggj­um við okk­ur góða stöðu upp á mögu­leik­ann að slátra einnig fyr­ir aðra aðila í framtíðinni. Einnig náum við fram hagræði við flutn­ing ásamt því að gæði afurðar­inn­ar og geymsluþol eykst til muna,“ segir Elís í til­kynn­ing­u frá Skaginn 3X.