Hallbera Guðný Gísladóttir átti stórleik í gær í 8-0 sigri Íslands gegn Færeyjum á Laugardalsvelli. Skagamaðurinn lagði upp fjögur mörk í leiknum sem var fyrsti leikur Íslands í undankeppninni fyrir HM 2019 í Frakklandi.
Hallbera lék að venju sem vinstri bakvörður í íslenska liðinu og var hún gríðarlega ógnandi í sóknarleik liðsins og stóð vörnina af festu. Hallbera fær næst hæstu einkunn í Morgunblaðinu í dag eða 2M en mest er hægt að fá 3M. Stærsti fótboltafréttamiðill landsins, fotbolti.net, gefur Hallberu 8 í einkunn en hæst er gefið 10 í einkunn á þeim miðli.
„Ég er svo klikkuð að ég vill alltaf gera betur, en ég náði að leggja upp nokkur mörk fyrir samherja mína sem er mjög jákvætt. Þetta minnti mig á fyrirgjafaæfingu á köflum, þetta er mín uppáhalds staða á vellinum og ég hafði mjög gaman af þessu,“ sagði Hallbera við mbl.is eftir leikinn í gær.
Næstu leikir Íslands eru í október. Þá mætir liðið Þýskalandi 20. október og Tékklandi 24. október, en báðir leikirnir fara fram ytra.
MÖRK | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
15 | Elín Metta Jensen | Mark | 3 | ||||
5 | Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Mark | 17 | ||||
15 | Elín Metta Jensen | Mark | 26 | ||||
7 | Sara Björk Gunnarsdóttir | Mark | 39 | ||||
5 | Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Mark | 47 | ||||
23 | Fanndís Friðriksdóttir | Mark | 66 | ||||
23 | Fanndís Friðriksdóttir | Mark | 90 | ||||
20 | Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Mark | 90 |