Framtak „Gísla rakara“ eða Gísla Guðmundssonar á dögunum vakti mikla athygli. Á 10 ára afmæli Rakara -og hársnyrtistofu Gísla var mikið um að vera hjá hinum söngelska gítarleikara og „altmuligmand“. Á þeim degi stóð yfir söfnun hjá Gísla sem skilaði af sér tæplega 330.000 kr.
Allar tekjurnar á afmælisdeginum runnu í söfnunina og bætti Gísli sjálfur við 100.000 kr.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2017/09/Screen-Shot-2017-09-19-at-9.21.47-AM-1132x670.png)
Uppgjör dagsins rann því allt til Krabbameinssjúkra barna. Hlédís Sveinsdóttir, umsjónarmaður þáttarins Að Vestan, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni N4 fór í heimsókn til Gísla á dögunum og þetta innslag var sýnt í þættinum.
![](http://localhost:8888/skagafrettir/wp-content/uploads/2017/09/Akranes-Skagafréttir-stærri.jpg)