Skaga TV: „Að Vestan“ fór í heimsókn til Gísla rakara

Framtak „Gísla rakara“ eða Gísla Guðmundssonar á dögunum vakti mikla athygli. Á 10 ára afmæli Rakara -og hársnyrtistofu Gísla var mikið um að vera hjá hinum söngelska gítarleikara og „altmuligmand“. Á þeim degi stóð yfir söfnun hjá Gísla sem skilaði af sér tæplega 330.000 kr.

Allar tekjurnar á afmælisdeginum runnu í söfnunina og bætti Gísli sjálfur við 100.000 kr.

Uppgjör dagsins rann því allt til Krabbameinssjúkra barna. Hlédís Sveinsdóttir, umsjónarmaður þáttarins Að Vestan, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni N4 fór í heimsókn til Gísla á dögunum og þetta innslag var sýnt í þættinum.

Krambúðin toppur 2017