Skagamennirnir Tryggvi Hrafn Haraldsson og Arnór Sigurðsson mættust í dag í sænsku úrvalsdeildinn í knattspyrnu með liðum sínum. Tryggvi hafði betur í 2-1 sigri Halmstad gegn Norrköping og skoraði Tryggvi sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni.
Tryggvi samdi við Halmstad í ágúst s.l. en Arnór samdi við Norrköping í mars á þessu ári. Arnór kom inná sem varamaður í stöðunni 2-0 í síðari hálfleik.
Sigur Halmstad var liðinu mikilvægur því félagið komst af botninum eftir sigurinn en Norrköping er í fimmta sæti með 40 stig.
Staðan í deildinni: