Hver verður næsti þjálfari ÍA? Reynir telur aðeins tvo koma til greina

Karlalið ÍA er fallið úr Pepsideildinni og mun leika í Inkasso deildinni, þeirri næst efstu, á næstu leiktíð. Skagamaðurinn Reynir Leósson, fyrrum leikmaður liðsins og sérfræðingur hjá Stöð 2 sport, segir að aðeins tveir komi til greina sem næstu þjálfarar ÍA. Í þættinum „Í Teignum“ á Stöð 2 sport sagði Reynir að Jón Þór Hauksson og Jóhannes Karl Guðjónsson væru þeir einu sem kæmu til greina sem næstu þjálfarar ÍA.

Reynir sagði að annar hvor þeirra tæki við liðinu eftir tímabilið. Jón Þór var aðstoðarþjálfari Gunnlaugs Jónssonar og tók við liðinu þegar Gunnlaugur hætti í síðasta mánuði. Jón Þór var ráðinn út tímabilið.

Jóhannes Karl hefur þjálfað HK í Kópavogi með Pétur Pétursson sem aðstoðarmann og hefur árangur liðsins verið áhugaverður í Inkasso-deildinni.

Nafn hins þaulreyndar Sigurðar Jónssonar hefur einnig verið nefnt á kaffistofum bæjarsins á undanförnum vikum. Sigurður hefur þjálfað m.a. 2. flokk karla hjá ÍA á undanförnum misserum en Sigurður hefur mikla reynslu sem þjálfari hér á landi sem og í efstu deild í Svíþjóð. Sigurður er í þjálfarateymi ÍA þessa stundina en hann kom inn í það verkefni ásamt Ármanni Smára Björnssyni og Þórði Guðjónssyni fyrir skemmstu.

ÍA á einn leik eftir í Pepsideildinni á þessari leiktíð – gegn Víkingum úr Ólafsvík laugardaginn 30. september á Norðurálsvellinum.

Hver á að fá tækifæri sem næsti þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu?

 

Krambúðin toppur 2017