Akranesmeistaramótið í sundi fór fram í sundlauginni á Jaðarsbökkum s.l. föstudag þar sem 35 keppendur tóku þátt. Mótið var vel heppnað en keppendur voru 11 ára eða eldri tóku þátt og var góð stemning á sundlaugarbakkanum þar sem fjölmargir voru mættir til þess að hvetja keppendur:
Akranesmeistar 2017
11-12 ára:
Kristján Magnússon og Ingibjörg Svava Magnúsardòttir
13-14 ára:
Alex Benjamín Bjarnason og Ragnheiður Karen Ólafsdóttir
15 ára og eldri:
Ágúst Júlíusson og Brynhildur Traustadóttir
Stigahæstu sundin áttu þau Ágúst Júlíusson fyrir 50m flugsund og Brynhildur Traustadóttir fyrir 100m flugsund.
Frá vinstri: Ágúst, Brynhildur, Alex Benjamín, Ragnheiður Karen, Ingbjörg Svava og Kristján.