Arnar Már samdi á ný – margir lykilmenn ÍA með lausa samninga

Arnar Már Guðjónsson hefur gert tveggja ára samning við ÍA en hann er þrítugur og einn af leikreyndustu leikmönnum ÍA. Arnar Már segir í tilkynningu frá KFÍA að hann hafi mikla trú á þeim gríðarlega metnaði og skýru stefnu sem stjórn KFÍA vinni að þar sem að ungir leikmenn fái tækifæri við hliðina á reyndari leikmönnum.

„Við erum með mjög efnilegan leikmannahóp sem hefur alla burði til að fara beint upp í Pepsi-deildina á ný. Það er frábær stemning og vilji í hópnum til að gera enn betur. Ég vil sjálfur halda áfram að taka þátt í framtíðar sigrum með mínum bestu vinum í ÍA. Það var því auðveld ákvörðun að skrifa undir nýjan samning með allt þetta í huga. “ segir Arnar Már en hann er í hópi átta lykilmanna ÍA sem eru samningsbundnir félaginu til tveggja ára eða lengri tíma.

Margir af leikmönnum ÍA eru með lausa samninga á næstu mánuðum og ber þar hæst að markvörðurinn Árni Snær Ólafsson er með samning til loka október á þessu ári.

Samkvæmt vef KSÍ og upplýsingum frá KFÍA er staðan eftirfarandi á samningamálum leikmanna ÍA.

Samningslausir haustið 2017:  

Árni Snær Ólafsson, fæddur 1991, samningur til 31.10.2017
Guðmundur Böðvar Guðjónsson, fæddur 1989, samningur til 16.11.2017
Gylfi Veigar Gylfason, fæddur 1993, samningur til 31.12.2017
Hallur Flosason, fæddur 1993, samningur til 16.10.2017

Með samning út keppnistímabilið 2018: 

Ólafur Valur Valdimarsson, fæddur 1990, samningur til 16.10.2018
Aron Ýmir Pétursson, fæddur 1990, samningur til 31.10.2018
Albert Hafsteinsson, fæddur 1996,  samingur til 31.12.2018.
Garðar Bergmann Gunnlaugsson, fæddur 1980, samningur til 31.10.2018
Þórður Þorsteinn Þórðarson, fæddur 1995, samningur til 31.12.2018
Ragnar Már Lárusson, 1997, samningur til 31.12. 2018

Með samning út keppnistímabilið 2019: 
Arnór Snær Guðmundsson, fæddur 1993, samningur til 16.10.2019.
Stefán Teitur Þórðarson, fæddur 1998, samningur til 08.09.2019.
Hafþór Pétursson, fæddur 1997, samningur til 31.12.2019.
Aron Ingi Kristinsson, fæddur 1998, samningur til 31.12.2019.
Steinar Þorsteinsson, fæddur 1997, samningur til 31.12.2019.
Hilmar Halldórsson, fæddur 1999, samningur til31.12.2019.
Guðfinnur Þór Leósson, fæddur 1999, samningur til 31.12.2019.
Stefán Ómar Magnússon, fæddur 2000, samningur til 31.12.2019.


Hafþór, Steinar og Aron.