Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Djurgården í Stokkhólmi situr í dómnefnd í samkeppni sem sænska ríkisstjórnin stendur að. Og áður en þú hættir að lesa þá getur þú unnið þér inn miða á tónleika með hinni þekktu Zöru Larsson í október ef þú tekur þátt!
Um er að ræða verkefni sem tengist feminískri utanríkismálastefnu en Svíar eru fyrsta ríkið sem er með slíka stefnu. Að þessu tilefni var sett á á laggirnar samkeppni þar sem safna á saman góðum hugmyndum sem tengjast jafnrétti. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona er einnig í þessari dómnefnd ásamt Hallberu.
Sænska tónlistarkonan Zara Larsson er væntanleg til Íslands um miðjan október og hvetur sænska sendiráðið á Íslandi ungt fólk til þess að velta fyrir sér jafnrétti samhliða komu tónlistarkonunnar sem er þekkt sem baráttukona fyrir jafnrétti.
Leikurinn eða samkeppnin fer fram á Facebook-síðunni Sama Virðing.
Þar er hægt að finna allar nánari upplýsingar um verkefnið en sigurvegararnir vinna sér inn miða á tónleika Zöru þann 13. október hér á Íslandi.
Hallbera ræddi um verkefnið í útvarpsþættinum K-100 í þættinum Magasínið og er hægt að hlusta á það í heild sinni hér fyrir neðan.