Góður sigur hjá Sigrúnu og U-17 ára landsliðinu

Sigrún Eva Sigurðardóttir leikmaður ÍA og félagar hennar í U-17 ára landsliði Íslands unnu góðan sigur í dag á liði Aserbaídsjan sem fram fór í Bakú. Ísland skoraði tvívegis í leiknum.

Mörkin skoruðu  Clara Sigurðardóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir skoruðu mörk Íslands.Sigrún Eva kom ekki við sögu í leiknum í dag. Næsti leikur er gegn Svartfjallalandi á fimmtudaginn og gegn Spánverjum á sunnudaginn.