Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 19.-25. sæti á móti á LET Access mótaröðinni sem fram fer á Englandi. Mótaröðin er næst sterkast mótaröðin í Evrópu í kvennaflokki. Valdís Þóra lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari eða 70 höggum. Samtals var Valdís á -1 höggi undir pari (72-73-70).
Valdís keppti í Stoke á Englandi en þetta er í fimmta sinn sem Valdís keppir á mótaröðinni á þessu ári. Valdís er í 34. sæti á stigalistanum á þessari mótaröð en hún er sem kunnugt er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Næsta mót hjá Valdísi á sterkustu mótaröð Evrópu verður í byrjun nóvemberg í Abu Dhabi.