Lokahóf yngri flokka ÍA í knatspyrnu fór fram í Akraneshöllinni um s.l. helgi. Fjölmenni mætti á svæðið þar sem boðið var upp á tónlist, pylsupartý samhliða afhendingu á viðurkenningum. Sigrún Eva Sigurðardóttir úr 3. flokki hlaut Stínubikarinn og Ísak Bergmann Jóhannesson úr 3. flokki fékk Donnabikarinn. Myndirnar tók Guðmundur Bjarki Halldórsson og eru fleiri myndir á fésbókarsíðu KFÍA.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:
Leikmenn ársins í 5. flokki kvenna:
Birna Rún Þórólfsdóttir, Katrín María Ómarsdóttir, Thelma Björg Rafnkelsdóttir.
Frá vinstri: Aldís Ylfa Heimisdóttir, Thelma Björg Rafnkelsdóttir og Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri KFÍA.
Leikmenn ársins í 5. flokki karla:
Gissur Snær Sigmundsson, Haukur Andri Haraldsson, Kasper Úlfarsson.
Frá vinstri. Aldís Ylfa Heimisdóttir frá ÍA, Gissur, Kasper, Haukur og Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri KFÍA.
Viðurkenningar í 4. flokki kvenna:
Besti leikmaðurinn: Védís Agla Reynisdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Dagbjört Líf Guðmundsdóttir
Mestu framfarir: Arndís Lilja Eggertsdóttir
Frá vinstri: Aldís Ylfa Heimisdóttir frá ÍA, Vedís, Dagbjört, Arndís og Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri KFÍA.
Viðurkenningar í 4. flokki karla:
Besti leikmaðurinn: Hákon Arnar Haraldsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Jóhannes Breki Harðarson
Mestu framfarir: Hafþór Blær Albertsson
Frá vinstri. Aldís Ylfa Heimisdóttir frá ÍA, Hákon, Jóhannes, Hafþór og Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri KFÍA.
Viðurkenningar í 3. flokki kvenna:
Besti leikmaðurinn: Sigrún Eva Sigurðardóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Erla Karítas Jóhannesdóttir
Mestu framfarir: María Mist Guðmundsdóttir
Frá vinstri: Aldís Ylfa Heimsdóttir þjálfari ÍA, Erla Karítas, María Mist og Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri KFÍA.
Viðurkenningar í 3. flokki karla:
Besti leikmaðurinn: Gísli Laxdal Unnarsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Ísak Bergmann Jóhannesson
Mestu framfarir: Júlíus Emil Baldursson
Frá vinstri: Aldís Ylfa Heimisdóttir frá ÍA, Ísak, Júlíus, Gísli og Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri KFÍA.
Sigurður Arnar Sigurðsson faðir Sigrúnar Evu tók við Stínubikarnum fyrir hennar hönd.
Stínubikarinn var gefinn af fyrirtækinu Þorgeiri og Ellert ehf. í tilefni þess að 34 ár voru liðinn frá því að fyrsta konan úr röðum ÍA lék með landsliði Íslands. Það var Kristín Aðalsteinsdóttir sem keppti árið 1981 með landsliði Íslands og skrifaði þar nýjan kafla í knattspyrnusögu Akraness.
Ísak Bergmann með Donnabikarinn.
Donnabikar var gefinn af fkomendum Halldórs Sigurbjörnssonar (Donna) og hefur verið afhentur frá árinu 1985. Halldór Sigurbjörnsson (f.1933), betur þekktur sem Donni, lék 110 leiki fyrir ÍA á árunum 1950-1965 og skoraði í þeim 40 mörk. Hann átti einnig 8 leiki fyrir A-landslið karla á árunum 1954-1957.
x