Siggi Jóns með flest atkvæði hjá lesendum skagafrettir.is

Stjórn Knattspyrnufélags ÍA mun taka ákvörðun á allra næstu dögum hvað varðar þjálfaramál meistaraflokks karla. Samkvæmt heimildum skagafrettir.is hefur nýstofnað meistaraflokksráð karlaliðs ÍA fundað með nokkrum aðilum á undanförnum dögum.

Lesendur skagafrettir.is eru á þeirri skoðun að Sigurður Jónsson sé rétti maðurinn í starfið en Sigurður er efstur í skoðanakönnun sem sett var inn á vefinn 24. september s.l.

Jón Þór Hauksson kemur þar næstur og Jóhannes Karl Guðjónsson er í þriðja sæti, og nafn Péturs Péturssonar hefur einnig verið nefnt í þessu samhengi.Tæplega 700 manns hafa tekið þátt í þessari könnun sem er hér fyrir neðan. Sigurður Jónsson er með um 340 atkvæði og Jón Þór kemur þar næstur með um 200 atkvæði.

Hver á að fá tækifæri sem næsti þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu?