FVA nemandi vikunnar: Leó Snær hlustar á Barbie girl í laumi

Leó Snær Guðmundsson er FVA nemandi vikunnar á skagafrettir.is. Hann er sá fyrsti sem lætur ljós sitt skína í efnisþættinum FVA, nemandi vikunnar og á það vel við að væntanlegur rafvirki kveiki á perunni í þessum hluta Skagafrétta. Leó Snær stefnir á framhaldsnám í faginu, hann dýrkar drottningarnar í mötuneyti FVA, hlustar á lagið Barbie girl í laumi og hann væri alveg til í að fá gamaldags „dimmiteringu“ á ný í FVA.

Nafn og aldur: Leó Snær Guðmundsson, 19 ára.

Hvaða braut valdir þú? 
Er að klára rafvirkjun í vor.

Hvaðan ertu af landinu? Er frá Akranesi, uppalinn hér og „alles.“

Helsti kostur FVA? Skólinn býður uppá margar leiðir í náminu.

Hver eru áhugamál þín? Fótbolti, tíska og golf.

Hvað hræðist þú mest? Dauðann.

Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Arnór Sigurðursson, hann er að rúlla sænsku deildinni upp!

Hver er fyndnastur í skólanum? Ásgrímur Óskar Jóhannesson. 

Hvað sástu síðast í bíó? Kingsman 2. 

Hvernig er þín upplifun af mötuneytinu í FVA:  
Algjörar drottningar sem stýra því.

Hver er þinn helsti galli? Fljótfær

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? 
Snapchat, Instagram og Facebook.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA? Leyfa „dimmisjón“ eins og það var hérna áður fyrr.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „King“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mætti vera öflugra!

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Fara í rafmagnstæknifræði eða verkfræði hér á Íslandi eða í Danmörku, og byggja mér hús uppúr þrítugt fyrir konu og börn!

Hver er best klædd/ur í FVA? Leó Snær Gudmundsseeen.

Eftirlætis:
Kennari: „Queen Gyða Bents.
Fag í skólanum:  Gamla góða RAL(Raflagnir).
Sjónvarpsþættir: Sons of anarchy.
Kvikmynd: Green Mile.
Hljómsveit/tónlistarmaður:  King Brnir.
Leikari: Tom Cruise!
Vefsíður: Facebook, fotbolti.net er toppurinn.
Flíkin:  Supreme peysan er klassisk
Skyndibiti: Subbarinn
Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)? Barbie girl er alvöru!