Á tímabilinu júní til september hafa rétt rúmlega 3.300 farþegar siglt á milli Akraness og Reykjavíkur.
Forráðamenn Sæferða eru áhugasamir um að halda áfram ferjusiglingum á milli Akraness og Reykjavíkur. Tilraunaverkefnið fór af stað snemma í sumar eru Sæferðir að leita að hentugu skipi fyrir þessar siglingar fyrir næsta ár.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við skagafrettir.is að ferjan Akranes fái ekki fulla heimild til siglinga við Íslands strendur og skipinu verður því skilað til Noregs í vetur.
Sæferðir leita að
hentugu skipi fyrir ferjusiglingar
á næsta ári
„Siglingarnar hófust mun síðar en rekstaraðili stefndi að í upphafi.
Fyrst og fremst var um að ræða tafir á heimildum frá Noregi að fá að sigla ferjunni til Íslands.
Á tímabilinu júní til september hafa rétt rúmlega 3.300 farþegar siglt á milli Akraness og Reykjavíkur. Þegar farið var af stað var veruleg óvissa um farþegafjölda og því að vissu leyti rent blint í sjóinn.
Ef önnur ferja finnst sem hentar í þetta verkefni og með góðri kynningu í vetur og vor má ætla að mun betur muni takast til,“ segir Sævar Freyr þegar hann er inntur eftir því hvernig til hafi tekist með ferjusiglingarnar og hvort aðsóknin hafi verið undir eða yfir væntingum.