Hjördís er með skelfilegt tímaskyn og hræðist ketti

Hjördís Brynjarsdóttir er FVA nemandi vikunnar á skagafrettir.is. Hjördís er 18 ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut. Hún hefur eflaust aldrei farið á söngleikinn Cats þar sem hún hræðist ketti – og ef svo væri þá hefði hún mætt of seint því tímaskyn Hjördísar er víst hræðilegt. Mötuneytið í FVA fær toppeinkunn hjá fótboltakonunni og hún væri alveg til í langt hádegishlé á miðvikudögum í FVA aftur.

Nafn og aldur: Hjördís Brynjarsdóttir, 18 ára.

Hvaða braut valdir þú? Náttúrufræðibraut.

Hvaðan ertu á landinu? Fædd á Hornafirði en Skaginn á samt allt mitt hjarta.

Helsti kostur FVA? Lítill skóli þannig maður þekkir flesta og skemmtilegt starfsfólk.

Hver eru áhugamál þín? Fótbolti.

Hvað hræðist þú mest? Ketti.

Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Birgir Steinn, verður kominn í „Áttuna“ áður en við vitum af!

Hver er fyndnastur í skólanum? Ætli það verði ekki hann Ásgrímur Óskar sem fær þann heiður.

Hvað sástu síðast í bíó? Undir trénu.

Hvernig er þín upplifun af mötuneytinu í FVA: Sturlað og skvísurnar þar eru líka í miklu uppáhaldi

Hver er þinn helsti galli? Skelfilegt tímaskyn.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Instagram, Snapchat og Facebook

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA? Langt hádegi á miðvikudögum aftur takk!

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Næsta mál takk.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mætti vera meira í gangi.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Afa fótbolta, ferðast, fara í háskóla og bara sjá hvert lífið leiðir mann.

Hver er best klædd/ur í FVA? Finnbogi Rögnvaldsson, alltaf í einhverjum rándýrum buxum og Leó Snær Gudmundsseeen.

Eftirlætis
Kennari: Á þessari önn eru það Ólöf Húnfjörð, Þorbjörg og Kristbjörn.
Fag í skólanum: Uppeldisfræði og líffæra – og lífeðlisfræði.
Sjónvarpsþættir: Friends og OC.
Kvikmynd: Harry Potter.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Aron Can.
Leikari: Jennifer Aniston.
Vefsíður: urslit.net, netflix og fotbolti.net.
Flíkin: Frozen inniskórnir mínir.
Skyndibiti: Serrano.
Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)? Lítill drengur með Magga Eiríks.