Keppnistímabilið í klifri hófst um helgina með Haustfagnaði Klifurhússins en um tuttugu klifrarar frá ÍA tók þátt á mótinu.
Í flokki 11-12 ára sigraði Sylvía Þórðardóttir í stúlknaflokki og Hjalti Rafn Kristjánsson og Rúnar Sigurðsson höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Brimrún Eir Óðinsdóttir keppti í 16-19 ára flokki og hafnaði í öðru sæti.
Kolbeinn, Hjalti Rafn, Rúnar, Sylvía og Gyða.
Aðrir ÍA klifrarar stóðu sig með stakri prýði og ekki var annað að sjá en að þau hafi skemmt sér vel og notið þess að klifra þær leiðir sem leiðasmiðir Klifurhússins settu upp fyrir þau.
Framundan hjá Klifurfélagi ÍA er hið árlega Hrekkjavökumót sem fram fer laugardaginn 28. október í aðstöðu félagsins að Vestugötu. Fyrsta mótið í Íslandsmeistaramótaröðinni fer svo fram um miðjan nóvember og þar munu gulir og glaðir ÍA klifrarar að sjálfsögðu mæta til leiks.