Framhaldsskólarnir á Vesturlandi hafa á undanförnum árum haldið samkomu sem ber nafnið „West Side“. Á þessari samkomu hittast nemendur frá framhaldsskólunum á Akranesi, Borgarnesi og í Grundarfirði.
„West Side“ fór að þessu sinni fram á Akranesi. Keppt var í fótbolta, körfubolta, blaki og fílabolta íþróttahúsinu við Vesturgötu. Spurningakeppni í anda Gettu betur fór einnig fram og um kvöldið var dansleikur á Gamla Kaupfélaginu.
Þar mættu til leiks heitustu tónlistarmenn landsin, þeir Króli&Jói P og DJ Snorri Ástráðs hélt uppi stemningunni. Nemendur FVA stóðu uppi sem sigurvegarar í „West Side“ og vörðu titilinn frá því í fyrra.