Sex leikmenn ÍA boðaðir á æfingar hjá yngri landsliðum KSÍ

Sex leikmenn úr ÍA hafa verið valdir til þess að taka þátt á landsliðsæfingum hjá yngri landsliðum KSÍ.

Bergdís Fanney Einarsdóttir verður á landsliðsæfingum með U-19 ára liði kvenna.Oliver Stefánsson hefur verið valinn til þátttöku í æfingum U-16 liðs drengja.

Árni Salvar Heimisson, Hákon Arnar Haraldsson, Jóhannes Breki Harðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða fulltrúar ÍA á æfingum U-15 ára landsliðsins.