Átta stúlkur úr FIMA á úrtökuæfingum fyrir EM

Fimleikafélag ÍA var með átta fulltrúa á úrtökuæfingum fyrir hópfimleikalandslið Íslands. Valið verður í landsliðin fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í október 2018 í Portúgal og er því að miklu að keppa fyrir þá sem eru í þessum úrtakshóp.

Úrtökuæfingar fyrir kvennalandsliðið, blandað lið fullorðinna og hluta af unglingsstúlkum fóru fram í Gerplu um s.l. helgi og tóku Írena Rut Elmarsdóttir og Sóley Brynjarsdóttir þátt á þeirri æfingu. Einnig var hópur unglinga við æfingar hjá Stjörnunni í Garðabæ.

Gríðarlega góð þátttaka var á æfingunum en með dómurum og þjálfurum sem tóku þátt í æfingunni voru rúmlega 200 manns að vinna að því að Ísland verði upp á sitt besta á EM í Portúgal í október á næsta ári.

Frá vinstri: Aldís Inga Sigmundsdóttir, Salka Brynjarsdóttir, Guðrún Julianne Unnarsdóttir, Thelma Ragnarsdóttir, Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Jökulsdóttir og Valdís Eva Ingadóttir.

Írena Rut Elmarsdóttir

 

Sóley Brynjarsdóttir var einnig í þessum hóp en hún varð fyrir því óláni að fara úr axlarlið á æfingu hjá ÍA á dögunum. Við óskum henni góðs bata.

Hópfimleikar – úrtökuhópurinn.
Hópfimleikar – úrtökuhópurinn.