Árni Þórir Heiðarsson er 16 ára nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann óttast að vera í stórum vanskilum hjá bókasafninu, elskar risaeðlur og hann dreymir um að verða geimfari. Árni Þórir er á þeirri skoðun að tíðavörur eigi að vera staðalbúnaður í FVA en hann er nemandi vikunnar hjá skagafrettir.is
Nafn og aldur? Árni Þórir Heiðarsson, 16 ára
Hvaða braut valdir þú? Félagfræðibraut.
Hvaðan ertu á landinu? Ég er frá Skaganum.
Helsti kostur FVA? Stutt frá heimilinu mínu.
Hver eru áhugamál þín? Ég elska risaðeðlur og stjörnufræði.
Hvað hræðist þú mest? Á þessu augnabliki er ég í vanskilum á bæjarbókasafninu, er frekar hræddur um að sektin sé kominn í fjögurra stafa tölu.
Þór Llorens er
sá fyndnasti í FVA
Hvaða FVA nemandi er líklegur til þes að verða frægur og hvers vegna? Brynjar Snær var að skrifa undir hjá ÍA þannig ég veðja á hann.
Hver er fyndnastur í skólanum? Þór Llorens Þórðarsson
Hvað sástu síðast í bíó? Ég fór síðast í bíó um jólin, þá bauð ég Amalíu á Rogue One.
Hvernig er þín upplifun af mötuneyti í FVA? Frábær matur á miðvikudögum, salatbarinn er major key.
Hver er þinn helsti galli? Of hreinskilinn.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari í FVA? Tíðavörur á klósettin. Klósettpappír og tíðavörur eru staðalbúnaður.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Amazing technology.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Solid, nokkrir viðburðir búnir sem heppnuðust vel og voru mjög skemmtilegir.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Áttaviltur, veit ekkert hvað ég vil gera. Mig langar að verða geimfari en fólk segir mér að setja mér raunverulegri markmið.
Hver er best klæddur í FVA? Þeir sem þekkja mig eða hafa séð mig vita að ég veit ekkert um tísku. En ég hef heyrt fólk segja að Mikael Hrafn sé tísku mógull.
Mig langar að verða geimfari en fólk segir mér að setja mér raunverulegri markmið
Eftirlætis–
Kennari: Borghildur, þó ég sé ekki í neinum tíma hjá henni.
Fag í skólanum: Stærðfræði.
Sjónvarpsþættir: Nýbúinn að klára Rick and Morty og bíð spenntur eftir næstu seríu.
Kvikmynd: Get ekki valið á milli The Departed og Butterfly effect
Tónlistarmaður: Atmosphere.
Leikari: Matt Damon og Christian Bale.
Vefsíður: Youtube.
Flíkin: Sú sem er efst í fatahrúgunni.
Skyndibiti: Hlöllabátur.
Hvaða tónlist fílar þú í laumi: Jazz.
Ættartréð:
Árni Þórir tók ættartréð alla leið- beint úr Íslendingabók – vel gert:
Foreldrar hans eru Hrafnhildur Ýr Árnadóttir og Heiðar Þórisson.