Starfsfólk Bókasafnsins á Akranesi hefur ákveðið að styðja við bakið á Árna Þóri Heiðarssyni sem viðurkenndi það fúslega í viðtali við skagafrettir.is að vera í vanskilum á Bókasafninu. Í færslu á fésbókarsíðu Bókasafnsins kemur fram að allir sem heita Árni geta komið á safnið í dag og fengið skuldir sínar felldar niður.
Við skorum á Árna Heiðar og aðra viðskiptavini Bókasafnsins að nýta sér þetta gullna tækifæri – og í dag heitum við öll Árni. Við kunnum einnig vel að meta hversu vel starfsfólk Bókasafnsins fylgist með fréttum á skagafrettir.is.