Skagakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur sópað að sér verðlaunum fyrir sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum sem sýndir eru á Stöð 2. Óhætt er að segja að önnur þáttaröð Sigrúnar og félaga hennar fari vel af stað.
Linda Rut Sigríðardóttir náði sambandi við föður sinn með aðstoð Sigrúnar Óskar. Linda og Sigrún Ósk fóru saman til Weymouth á Englandi til þess að hafa uppi á föður Lindu sem hvarf með dularfullum hætti frá Súðavík fyrir þremur áratugum.
Linda, sem er 28 ára gömul, komst að því þegar hún var 17 ára að maðurinn sem hún taldi að væri faðir sinn væri það ekki. Hún væri dóttir Bretans sem hvarf frá Súðavík fyrir 30 árum. Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug og með aðstoð Sigrúnar og Stöðvar 2 náði Linda sambandi við föður sinn.