Ylfa Örk er hvatvís og trúir á bjarta framtíð Önnu Bertu

Ylfa Örk Davíðsdóttir er 17 ára hvatvís nemandi í FVA. Hún er á félagsfræðibraut, talar frekar hratt, vinnur í Bíóhöllinni með námi og er sannfærð um að Anna Berta Heimisdóttir verði frægasti nemandi FVA frá upphafi. Ylfa Örk er nemandi vikunnar á skagafrettir.is

Nafn og aldur: Ylfa Örk Davíðsdóttir, 17 ára

Hvaða braut valdir þú? Félagsfræðibraut.

Hvaðan ertu á landinu? Akranesi

Helsti kostur FVA? Hann hefur frábæra iðnaðardeild og það er góður mórall í skólanum.

Hver eru áhugamál þín? Ætli það sé ekki bæði tónlist og tíska.

Hvað óttast þú mest? Missa nákominn úr lífi mínu.

Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Það myndi vera Anna Berta Heimisdóttir besta vinkona mín, hún á eftir að ná langt í söngnum þegar hún byrjar að láta ljós sitt skína.

Anna Berta Heimisdóttir besta vinkona mín, hún á eftir að ná langt í söngnum

Hver er fyndnastur í skólanum?  Ég myndi segja að ég ætti fyndnasta vinkonuhópinn, þær eru allar æði.

Hvað sástu síðast í bíó? Ég er að vinna í Bíóhöllinni. Þannig það breytist allar helgar en núna er það Blade Runner 2049.

Hvernig er þín upplifun af mötuneytinu í FVA? Það er flott, huggulegt að vera þar í pásunum.

Hver er þinn helsti galli? Ég tala frekar mikið og hratt og á það einnig til að vera hvatvís.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Twitter

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA?  Dettur ekkert í hug í fljótu bragði.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?  Ég nota „jæja“ alltof mikið.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er ágætt, nefndirnar hafa verið og munu verða duglegar að halda viðburði til að draga hópinn saman. Nemendafélagið og góðgerðarfélag skólans eru öflug þessa önnina með eitthvað fyrir alla. Heilsunefnd skólans er einnig að koma sterk inn með að halda viðburði fyrir nemendur og kennara skólans, tengjast þeir viðburðir heilsu og fleira.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Mig langar að læra markaðsfræði eða viðskiptafræði og langar mig helst að vinna tengt samfélagsmiðlum og tísku, jafnvel bæði. Annars er ekkert annað sérstaklega planað, framtíðin fer eins og hún fer.

Hver er best klædd/ur í FVA? Erfið spurning þar sem fatastíll getur verið mjög misjafn, en mér finnst vinkonur mínar alltaf flottar í tauinu sama hvort þær eru í þægilegum fötum eða skvísufötum.

Eftirlætis
Kennari – Ólöf er uppáhalds og ekki má gleyma Gyðu bestu.
Fag í skólanum – Sálfræði.
Sjónvarpsþættir – Alltof margir, en núna er það Greys Anatomy.
Kvikmynd – All time favorite eru Fast and Furious myndirnar.
Hljómsveit/tónlistarmaður –  Get því miður ekki valið, alltof alltof alltof margir.
Leikari – Jennifer Lawrence.
Vefsíður – Facebook.
Flíkin – Á enga eina eftirlætisflík en ef ég þyrfti að velja þá væri það allt sem er röndótt á fataslánni minni, elska röndótt þessa dagana.
Skyndibiti– Subway.
Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)? – B.Y.O.B með System Of a Down hahahah.

Ættartréð:
Foreldrar:

Katla Guðlaugsdóttir (37), Davíð Sveinsson (41).

Systkini:

Björk Davíðsdóttir (12 ára), Bríet Gyða Davíðsdóttir (6 ára), Erin Ólafsdóttir (3 ára).

Afi og amma í móðurætt:

Ingibjörg Rafnsdóttir og Guðlaugur Ketill Ketilsson.
Afi og amma í föðurætt:

Björk Helgadóttir og Stígur Arnórsson.