Vökudagar fóru af stað með hvelli í Akraneskirkju

Fullt var út úr dyrum á frábærum tónleikum í Akraneskirkju í gær kvöld þar sem gleðin var við völd.  Tónleikarnir gáfu svo sannarlega tóninn fyrir skemmtilega Vökudaga sem hefjast með formlegum hætti í dag, fimmtudaginn 26. október á Akranesi.

Orgnaistarnir Arnór Vilbergsson, Jón Bjarnason, Sveinn Arnar Sæmundsson og Viðar Guðmundsson opnuðu menningarhátíðina Vökudaga í gærkvöld með óformlegum hætti í Akraneskirkju.

Vökudagar standa allt fram til sunnudagsins 5. nóvember og er óhætt að segja að dagskráin sé fjölbreytt og áhugaverð – þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Vökudaga frá degi til dags næstu daga.

Ef þú smellir á myndirnar þá færðu alla dagskrána.


.