Björn Bergmann með glæsilegt mark í Noregi

Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson hefur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með liði sínu Molde.

Björn Bergmann skoraði sitt 14. mark á leiktíðinni í 2-1 sigri Molde á útivelli gegn Valerenga í Osló í síðustu umferð.

Markið hjá íslenska landsliðsmanninum má sjá hér fyrir neðan. Nicklas Bendtner, fyrrum leikmaður Arsenal, er markahæstur í deildinni með 17 mörk fyrir Rosenborg og Anthony Omoijuanfo hjá Stabæk hefur einnig skorað 17 mörk.

Björn Bergmann er í þriðja sæti með 14. mörk. Molde er í öðru sæti deildarinnar á eftir Rosenborg sem er efst með 58 stig en Molde er með 50 stig.