Fann Skagamaðurinn Stefán Orri upp „Dabið“? 

NFL leikmaðurinn Cam Newton fagnaði snertimarki þann 15. nóvember árið 2015 með danshreyfingu sem kallas „Dab“. Það má segja að frá þeim tíma hafi nánast hvert einasta mannsbarn tekið eitt „Dab“ við ýmis tækifæri.

Þessi danshreyfing hefur verið rakinn til rapptónlistarmenningar í Atlanta en kannski var ungur maður frá Akranesi langt á undan með „DABIÐ.“

Við hér á skagafrettir.is erum ekki í vafa um að stórkylfingurinn og lögfræðingurinn Stefán Orri Ólafsson frá Akranesi sé upphafsmaður „Dabsins.“ Stefán Orri var með „Dabið“ á hreinu árið 2001 í ferð með U-18 ára landsliði Íslands í Póllandi.

Eins og sjá má á myndinni fer þetta ekkert á milli mála – Stefán Orri fann upp „DABIГ og málið er dautt. Fyrir þá sem vilja æfa „Dabið“ eru nokkrar skemmtilegar útgáfur í myndbandinu hér fyrir neðan.