Skagamenn í lykilhlutverkum í U-15 ára landsliði Íslands

Skagamenn léku stórt hlutverk með U15 ára landsliði pilta í knattspyrnu í vináttulandsleikjum gegn Færeyjum. Fjórir leikmenn úr ÍA voru í hópnum og til viðbótar var einn leikmaður sem er nýfluttur frá Akranesi.

Fyrri leikurinn gegn Færeyjum endaði 5-1 fyrir Ísland og 7-0 voru lokatölurnar í síðari leiknum í Akraneshöllinni á laugardaginn. Ísak Bergmann Jóhannesson úr ÍA var fyrirliði Íslands í síðari leiknum og skoraði hann jafnframt eitt marka Íslands. Tómas Þórisson skoraði sjötta mark Íslands en hann er í Víkingi Reykjavík eftir að hafa leikið með yngri flokkum ÍA undanfarin ár.  Mörkin má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Frá vinstri; Skagamennirnir úr ÍA sem voru í U-15 ára landsliðinu. Árni Salvar Heimisson, Árni Þórisson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Jóhannes Breki Harðarson.

Dean Martin er þjálfari U15 ára landsliðsins.

Ísak Bergmann Jóhannesson var fyrirliði Íslands gegn Færeyjum. Mynd/KSÍ

Byrjunarlið Íslands gegn Færeyjum í fyrri leiknum. Árni Salvar (2), Hákon Arnar (11) og Ísak Bergmann (8).