Lætur sig dreyma um að keyra á „sjúlluðum Audi“

Guðjón Snær Magnússon er morgunfúll, tekur mikið að sér. Formaður Nemendafélags FVA kemur aldrei svangur úr mötuneytinu. Guðjón Snær er frá Ásgarði í Reykholti í Borgarfirði, hann á tvíburabróður og hræðist þar af leiðandi Reyka mafíuna. Guðjón Snær telur að Ísak Máni Sævarsson verði frægasti nemandi FVA fyrr og síðar. Guðjón Snær er nemandi vikunnar á skagafrettir.is.

Nafn og aldur: Guðjón Snær Magnússon, 16 ára.

Hvaða braut valdir þú? Fyrst málminn í 3 daga og svo Félagsfræðibrautina.

Hvaðan ertu á landinu? Frá Ásgarði í Reykholtsdal í Borgarfirði.

Helsti kostur FVA? Vistin og frí í fyrsta tíma á föstudögum.

Hver eru áhugamál þín? Allt sem tengist vélum, tónlist og íþróttir.

Hvað hræðist þú mest? Að missa fjölskyldumeðlimi og vini. Einnig „Reyka“ mafíuna

Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Það er klárlega Ísak Máni af því hann er með svo flott skegg í stíl við linsuna.

Hver er fyndnastur í skólanum? Jón Mýrdal.

Hvað sástu síðast í bíó? Einhverja krakkamynd.

Hvernig er þín upplifun af mötuneytinu í FVA: Tja.. ég kem allavega aldrei svangur úr mat

Hver er þinn helsti galli? Hvað ég tek mikið að mér og hvað ég er morgunfúll.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snappið, insta og Facebook

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA? Dimmisjón og lækka verðið á Pepsi Max í sjoppunni.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ertu búinn að leita uppí rass******** og megum við fara fyrr?

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Sem formaður finnst mér ég alltaf geta gert betur. En þegar litið er á þá persónulega finnst mer það mjög gott. Ef við miðum okkur við aðra skóla á landi þá erum við klárlega í topp sætunum og sérstaklega ef við miðum þetta við fjölda af nemendum í FVA. Klúbbar skólans hafa verið að standa sig vel við að halda viðburði. Bæði klúbbar og Nemendafélagið hefur verið mjög öflugt í ár og það eru allir að gera sitt besta til að gera. Enda er búið að pæla mikið í hlutunum í ár sem eru klárlega að skila af sér. Einnig vil ég þakka samstarfsnemendum mínum innilega fyrir gott framlag.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Hef ekki grænan grun. En allavega þar sem ég get látið ljós mitt skína og átt þann möguleika að keyra á „sjúlluðum Audi“.

Hver er best klædd/ur í FVA? Ylfa Davíðs

Eftirlætis
Kennari: hef bara topp 3 sem eru Kristbjörn, Gyða og Ólöf.
Fag í skólanum:. Pass
Sjónvarpsþættir: BMS eða How i met your mothers
Kvikmynd: Dukes of hazzard.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Jimmy Hendrix, Floni og Símon og Halla.
Leikari: Jim Carrey.
Vefsíður: YouTube.
Flíkin: Finnland derhúfurnar .
Skyndibiti: Subway
Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)? Hef ekki neitt svoleiðis fyrirbæri.

Ættartréð:
Foreldrar; Sjöfn Guðlaug Villhjálmsdóttir og Magnús Þór Eggertsson.
Systkini: Bjarnfríður Magnúsdóttir, Eggert Magnússon og Ingi Þór Magnússon(tvíburabróðir)
Afi og amma í föðurætt: Eygló Fjóla Guðmundsdóttir og Eggert Guðjónsson.
Afi og amma í móðurætt: Dagmar Ásgeirsdóttir og Vilhjálmur Stefán Guðlaugsson.