Hallbera Guðný á heimleið – yfirgefur Stokkhólm og leikur á Íslandi

Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir landsliðskona í knatt­spyrnu hefur ákveðið að flytja heim til Íslands á næstu vikum. Hallbera, sem er frá Akranesi, hefur leikið með sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgår­d­en á þessu tímabili. Hún hefur verið í byrjunarliðinu í 20 leikjum hjá félaginu sem er eitt það sterkasta í Svíþjóð.

„Ég lauk há­skóla­námi í viðskipta­fræði sam­hliða bolt­an­um síðasta vor og tel að þetta sé ágæt­is tíma­punkt­ur til að koma heim og byrja að vinna,“ segir Hall­bera í viðtali við Morg­un­blaðið. Hallbera er lykilmaður í íslenska landsliðinu og er áttunda leikjahæsta landsliðskona frá upphafi – með 90 leiki.

Hall­bera lék með ÍA til 2005, með Val 2006 til 2011 og var síðan í hálft þriðja ár er­lend­is með Piteå í Svíþjóð og Tor­res á Ítal­íu. Hún lék aft­ur með Val 2014 en síðan tvö tíma­bil með Breiðabliki. Hún hef­ur enga ákvörðun tekið ennþá um með hverj­um hún spil­ar á næsta ári