Það verður mikið um að vera í Lindex á Akranesi þegar verslunin opnar með formlegum hætti kl. 12:00 laugardaginn 4. nóvember.
„Við gerum okkur alltaf glaðan dag þegar við opnum en opnunarhelgina verður 20% afsláttur af öllum vörum og DJ Dóra Júlía spilar. Auk þess verðum við með andlitsmálningu fyrir yngstu kynslóðina og trúðar á staðnum bjóða upp á popp og blöðrur. Við opnum kl. 12:00 og 50 fyrstu fá veglegan glaðning frá okkur hér í Lindex í formi gjafabréfs,“ segir Albert Þór Magnússon eigandi Lindex á Íslandi við skagafrettir.is
„Vesturland telur um 16.000 manns og hefur farið ört vaxandi sem samfélag. Þar vegur Akranes þyngst sem þjónustubær fyrir svæðið og fjölmennasta sveitarfélagið hér með rúmlega 7.000 íbúa.
Það er ánægjulegt að geta tekið þátt í uppbyggingu þessa öfluga samfélags
Það er ánægjulegt að geta tekið þátt í uppbyggingu þessa öfluga samfélags,“ segir Albert Magnússon eigandi Lindex á Íslandi þegar hann var inntur eftir því afhverju fyrirtækið hafi ákveðið að opna verslun á Akranesi.
Ný og glæsileg verslun opnar kl. 12.00 laugardaginn 4. nóvember við Dalbraut 1 á Akranesi.
„Lindex á Akranesi er byggð er upp með nýjustu innréttingahönnun Lindex, „Clean Concept.“
Það er innréttingahönnun sem byggir á björtu yfirbragði þar sem hvítur er áberandi litur í bland við svart og viðartóna. Þessi samsetning gefur útliti verslunarinnar skandinavískt yfirbragð. Þetta verður einstök verslun sem við erum vongóð um að íbúar á Vesturlands taki vel.“
Þetta verður einstök verslun sem við erum vongóð um að íbúar á Vesturlands taki vel.
Albert segir að viðbrögð frá Vesturlandi hafi verið mikil þegar fréttist af opnun Lindex á Akranesi.
„Við höfum óneitanlega fundið fyrir mikilli stemmningu í kringum uppbygginguna og fólk, líkt og við, orðið spennt að sjá hvernig til hefur tekist með að umbreyta þessu rými sem hefur, að því er mér skilst, staðið autt í næstum áratug. Það er því gaman að sjá hvernig stemmningin hefur vaxið jafnt og þétt og mun ná hámarki á laugardaginn, þegar við opnum kl. 12:00.“
Við viljum að fólk upplifi sig í verslun sem gefur ekkert eftir í verði og gæðum þegar borið er saman verslanir í borgum heimsins
Eins og áður segir er Lindex staðsett við Dalbraut 1 og Albert hæstánægður með staðsetninguna.
„Í raun var þetta fyrsta val varðandi staðsetningu á Lindex á Akranesi. Við nálguðumst eigendur verslunarmiðstöðvarinnar og má segja að þetta hafi smellpassað fyrir okkur bæði hvað varðar stærð og staðsetningu.
Við erum sérlega ánægð með að hafa góða nágranna eins og Krónuna, Eymundsson, Íslandsbanka, Subway og Omnis. Við erum líka ánægð með að vera í nánd við þjónustu eins og Bæjarskrifstofurnar, Tónlistarskólann og Bókasafnið. Þannig að það gæti ekki verið betra að okkar mati að opna hér á Dalbraut 1 á Akranesi.
Við erum auðvitað spennt, líkt og aðrir, fyrir að sjá hvernig til tekst en erum sannfærð um að okkar hagkvæmi tískufatnaður, undirfatnaður og barnafatnaður ásamt snyrtivörum falli vel að Vestlendingum og setjum því markmið um að skapa tískuupplifun á heimsmælikvarða. Það má segja að við viljum að fólk upplifi sig í verslun sem gefur ekkert eftir í verði og gæðum þegar borið er saman verslanir í borgum heimsins,“ segir Albert.