Hjördís Dögg er listamaður þegar kemur að kökuskreytingum

Hjördís Dögg Grímarsdóttir, grunnskólakennari í Grundaskóla, hefur á undanförnum misserum vakið athygli fyrir vefsíðuna mömmur.is 

Síðan varð til árið 2008 þegar Hjördís fékk þá brjáluðu hugmynd að stofna heimasíðu þar sem hún gæti deilt reynslu sinni úr kökuheiminum með öðrum. Hlédís Sveinsdóttir gerði áhugavert innslag um Hjördísi í þættinum Að Vestan á sjónvarpsstöðinni N4 og er hægt að sjá það hér fyrir neðan.