Hannibal og Birgir eru tvífarar vikunnar

Það voru margir sem töldu að Hannibal Hauksson leikmaður 1979 árgangsins hefði leikið með tveimur liðum á Árgangamóti ÍA í Akraneshöllinni s.l. laugardag.

Hannibal hefur á undanförnum árum skartað myndarlegu skeggi og margir á ritstjórn skagafrettir.is hafa öfundað kappann af þéttu skegginu. Það eru fleiri Skagamenn með þétta skeggrót og það kom í ljós á Árgangamóti ÍA.

Það var skemmtilegt að sjá þegar Hannibal og Birgir Valdimarsson úr árgangi 1969 hittust áður en Árgangamótið hófst. Það er sterkur svipur með þeim félögum og þeir höfðu virkilega gaman af því að sjá hversu líkir þeir eru.

Birgir Valdimarsson er eins og áður segir fæddur árið 1969. Hann var búsettur á Akranesi fram að unglingsárunum en Birgir er sonur Valdimars Hallgrímssonar – en systkini Valdimars eru Matthías, Þóra Elísabet og Auður.

Birgir er búsettur í Danmörku en þar hefur hann búið frá því hann flutti frá Akranesi.

Hannibal Hauksson og Birgir Valdimarsson.
Hannibal Hauksson og Birgir Valdimarsson.