Ólafur Adolfsson eigandi Apóteks Vesturlands færði Vesturlandsvaktinni eina milljón kr. í tilefni af 10 ára afmæli Apóteksins. Vesturlandsvaktin eru Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunnar Vesturlands.
Fram kom í máli Ólafs þegar hann afhenti ávísunina myndarlegu að hann hafi viljað gefa til baka – og þakka fyrir þann stuðning sem Skagamenn og nærsveitafólk sýndu þegar á móti blés.
Fyrir hvert starfsár Apóteks Vesturlands fékk Vesturlandsvaktin 100.000 kr. eða samtals eina milljón kr. Það var Steinunn Sigurðardóttir formaður Vesturlandsvaktarinnar sem tók á móti gjöfinni fyrir hönd stjórnarinnar.