Grundaskóli á Akranesi hlaut nýverið sérstaka viðurkenningu fyrir árangursríkt starf tengt kennslu og ritun og vinnu tengt tungumálinu okkar. Viðurkenningin var afhent á Málræktarþinginu 2017 sem fram fór á Þjóðminjasafninu í gær, 15. nóvember.
Í umsögn Íslensku málnefndarinnar segir:
„Grundaskóli hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir markvissa ritunarkennslu og eftirbreytniverða kennsluhætti þar sem ritun nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra í hinum ýmsu greinum.“
Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla tók við viðurkenningunni fyrir hönd skólans.
Stjórnendur Grundaskóla: Frá vinstri: Margrét Ákadóttir, Flosi Einarsson, Sigurður Arnar Sigurðsson og
Kristrún Marteinsdóttir.