Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi byrjaði vel á fyrsta hringnum á Sanya mótinu á LET Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram í Kína og er næst síðasta mótið á keppnistímabilinu. Valdís Þóra hóf leik á 10. teig hún fékk þrjá fugla í röð á 12, 13, og 14.
Hún bætti fjórða fuglinum við á 16. Valdís tapaði einu höggi á 17. sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Á síðari 9 holunum fékk Valdís átta pör í röð og fugl á lokaholunni.

Sannarlega glæsileg byrjun og er Valdís Þóra í 2.-10. sæti.