Uppbygging á leiguheimilum fyrirhuguð í samstarfi við Bjarg

Bjarg íbúðafélag, sem er húsnæðissjálfseignastofnun sem er rekin án hagnaðarmarkmiða, fær úthlutað þremur lóðum á Akranesi til þess að byggja upp leiguíbúðir.

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi nýverið viljayfirlýsingu um samstarf við Bjarg íbúðafélag. Um er að ræða leiguheimili að danskri fyrirmynd „Almene boliger“.

Fyrirhuguð fjölbýlishús verða byggð við Asparskóga 12, 14 og 16. og er markmiðið að tryggja aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Félagið hefur einnig gert viljayfirlýsingu við Reykjavík og Hafnarfjörð um lóðir fyrir 1150 íbúðir. Eftir það mun félagið halda áfram að fjölga íbúðum eins og lóðaframboð og fjármunir leyfa.

Íbúðirnar eru eins og áður segir fyrirhugaðar við Asparskóga 12-16 og er rauði punkturinn á myndinn hér fyrir neðan það svæði á Akranesi.

Leiðarljós Bjargs íbúðafélags eru:

– Öryggi
– Langtímalausn
– Hagkvæm leiga
– Vandaðar og vel hannaðar íbúðir
– Spennandi kostur fyrir fólk á leigumarkaði