Ferjan Akranes hefur siglt síðustu ferð ársins

Ferjan Akranes hefur siglt síðust ferð ársins 2017. Í skoðun er að taka upp þráðinn aftur næsta vor en það mun skýrast fljótlega segir á fésbókarsíðu ferjunnar.  Á tímabilinu júní til september sigldu rúmlega 3.300 farþegar á milli Akraness og Reykjavíkur.

Forráðamenn Sæferða eru áhugasamir um að halda áfram ferjusiglingum á milli Akraness og Reykjavíkur. Tilraunaverkefnið fór af stað snemma í sumar eru Sæferðir að leita að hentugu skipi fyrir þessar siglingar fyrir næsta ár.