Unga fólkið tekur „völdin“ í Bæjarstjórn Akraness í dag

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins á Akranesi fer fram í dag í bæjarþingsalnum Stillholti 16-18.

Þar taka til máls unglingar úr grunnskólunum á Akranesi, Þorpinu, Arnardal  auk Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Þar flytja þau ýmis erindi og taka þátt í umræðum.

Fundurinn hefst kl. 16:30 í dag, þriðjudaginn 21. nóvember er öllum opinn.  Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin.