Það hefur gengið á ýmsu á undanförnum vikum hjá fyrirtækjum á Akranesi sem stóla á öflugt og stöðugt netsamband. Nýverið kom upp stór bilum hjá Vodafone sem hafði töluverð áhrif á fyrirtæki eins og sansa.is þar sem Þórður Gylfason fer í fararbroddi.
Í kjölfarið kom upp enn stærra vandamál þegar vefsíðan sansa.is hvarf í nokkra daga vegna kerfisbilunar hjá hýsingarfyrirtækinu 1984.
Þrátt fyrir öll þessi vandamál hafa viðskiptavinir sansa.is fundið leiðir til að panta hjá sansa.is. Síðustu tvær vikur eru sögulegar hvað varðar fjölda pantana og magn – og í dag sér Doddi Gylfa og hans fólk fram á enn einn metdaginn.
Um 7% Skagamanna fá vörurnar sínar afhentar í dag samkvæmt færslu sem eigandinn sjálfur birti á fésbókarsíðu sinni í morgun.