Skagamaðurinn Einar Örn Guðnason heldur áfram að rífa í lóðinn með frábærum árangri., Einar Örn keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness og var hann stigahæsti keppandinn á bikarmóti KRAFT sem fram fór á Akureyri um s.l. helgi.
Einar Örn lyfti 345 kg. í hnébeygju, 245 kg. í bekkpressu og 280 kg. í réttstöðulyftu. Samanlagt eru þetta 870 kg. og stóð Einar Örn uppi sem sigurvegari í -105 kg. flokknum.
Frá árinu 2014 hefur Einar Örn ávallt staðið uppi sem siguvegari í þeim keppnum
sem hann hefur tekið þátt í og sigurgangan er því mögnuð.
„Ég var töluvert frá mínu besta en stundum er það bara þannig. Þetta var síðasta mótið á keppnistímabilinu hjá mér og núna hefst uppkeyrsla fyrir næsta tímabil. Þetta ár fer í reynslubankann. Takk allir sem hafa hjálpað mér í ár á æfingum, mótum og lífinu almennt. Þetta er rétta að byrja,“ skrifar Einar Örn á fésbókarsíðu sína.