SkagaTV: Jólasálmur í flutningi Skagamanna á öllum aldri

Listamenn frá Akranesi fara á kostum í nýju myndbandi sem birt var á Youtube í gær. Þar er á ferðinni skólakór Grundaskóla og karlakórinn Svanir. Lagið heitir Jólasálmur sem Valgerður Jónsdóttir samdi og ljóðið er eftir Brynju Einarsdóttur.

Eldri hópur skólakórs Grundaskóla skipaði kórinn að þessu sinni. Flosi Einarsson leikur á píanó, Sigrún Þorbergsdóttir á þverflautu.

Brynja Einarsdóttir.

Valgerður er tónlistarkennari á Akranesi en Brynja Einarsdóttir var hjúkrunarfræðingur sem var búsett á Akranesi frá árinu 1952.

Brynja lést í nóvember árið 2016 en eiginmaður hennar var Örnólfur Þorleifsson fyrrum bankastjóri en hann lést árið 2013.

Gerð myndbandsins og hljóðupptökur voru í höndum Bergs Líndal Guðnasonar, kvikmyndagerðarmanns.

Myndbandið var tekið upp í Tónbergi í Tónlistarskólanum á Akranesi í nóvember 2017.

Jólasálmur 2017
Jólasálmur 2017