Brimrún Íslandsmeistari – frábær árangur hjá KLIFA

Fjórir keppendur frá ÍA tóku þátt á Íslandsmótinu í línuklifri sem fram fór um helgina í Hafnarfirði. Um 40 keppendur tóku þátt en keppt var í fjórum aldursflokkum.

Brimrún Eir Óðinsdóttir fagnaði Íslandsmeistarartitlinum í flokki 16-19 ára og er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar. Úlfheiður Embla Blöndal varð önnur en hún var að taka þátt á sínu fyrsta móti.

 

Úlfheiður og Brimrún með verðlaunin sín í flokki 16-19 ára.

Hjalti Rafn Kristjánsson varð  í þriðja sæti í strákaflokki 11-12 ára  Allir fjórir keppendur ÍA náðu að komast á verðlaunapall og verður það að teljast frábær árangur.

Sylvía Þórðardóttir varð í 2.-3. sæti í flokki 11-12 ára en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í þessari grein klifuríþróttarinnar.

Þórður Sævarsson þjálfar og frumkvöðull KLIFA ásamt Sylvíu og Hjalta.

Framundan hjá Klifurfélaginu er jólamót fyrir ÍA klifrara en undirbúningur fyrir Íslandsmeistarmótaröðina heldur áfram með stuttu æfingahléi yfir hátíðarnar.