Hér getur þú hlustað á Útvarp Akranes 95.0

Útvarp Akranes fer í loftið kl. 13.00 föstudaginn 1. desember. Þetta er 29. árið þar sem Sundfélag Akraness setur þetta frábæra fjáröflunarverkefni í gang.

Að venju verður dagskráin fjölbreytt og markmiðið er að allir aldurshópar fái eitthvað við sitt hæfi. Sundfélag Akraness fékk styrk frá Akraneskaupstað til þess að endurheimta gamla þætti úr langri sögu Útvarps Akraness.

Á upphafsárum Útvarps Akraness var dagskráin tekin upp á VHS-spólur og hafa góðvinir félagsins unnið hörðum höndum að því að koma gamla efninu á stafrænt form – sem hægt verður að varðveita um ókomna tíð.

Þar er Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður fremstur í flokki og verða þættirnir vistaðir á skjalasafni Akraness þegar þessari vinnu er lokið.

Fyrsti „gamli“ þátturinn verður endurfluttur eftir hádegi á sunnudag. Útvarpið er að venju á FM-tíðninni 95.0 og einnig verður netútsending í gangi. Við hér á skagafrettir.is tökum þátt í gleðinni síðdegis á laugardag og þar verður ýmislegt skemmtilegt í boði.

Útvarp Akranes