Unnur, Ragnar og Skarphéðinn sömdu við ÍA

Það er mikið um að vera í leikmannamálum hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Þrír leikmenn hafa samið við félagið á undanförnum dögum, tveir karlar og ein kona.

Unnur Ýr Haraldsdóttir samdi við ÍA á ný en hún hefur leikið 114 leik með ÍA og skorað 33 mörk. Unnur Ýr er fædd árið 1994 og hefur verið lykilmaður ÍA á undanförnum tímabilum.

Ragnar Leósson, fyrrum leikmaður ÍA, mun klæðast gulu treyjunni á ný en hann lék síðast með ÍA fyrir sex árum. Ragnar hefur leikið með ÍBV, Fjölni, HK og Leikni Reykjavík á undanförnum árum. Ragnar er fæddur árið 1991 og er miðjumaður og skrifaði hann undir tveggja ára samning við ÍA.

Og þriðji leikmaðurinn sem hefur samið við ÍA á undanförnum dögum er markvörðurinn Skarphéðinn Magnússon. Hann er markmannsþjálfari ÍA og þjálfari hjá yngri flokkum félagsins. Skarphéðinn er fæddur árið 1989 og hefur leikið með Kára á undanförnum árum. Hann lék stórt hlutverk með Kára-liðinu sem tryggði sér sigur í 3. deildinni á síðustu leiktíð. Skarphéðinn hefur leikið með liði Aftureldingar og á Dalvík með sameiginlegu liði Dalvíku/Reynis.