Verða Skagamenn í liðinu gegn Messi á HM í Rússlandi?

Það fór ekki framhjá mörgum að Ísland verður í riðli með Arg­entínu, Króa­tíu og Níg­er­íu í loka­keppni heims­meist­ara­móts karla í knatt­spyrnu í Rússlandi sum­arið 2018.

Leikið verður við Arg­entínu­menn í Moskvu 16. júní,
við Níg­er­íu­menn í Volgograd 22. júní og loks við Króa­tíu í Rostov 26. júní.

Skagamenn gætu komið við sögu á HM í fyrsta sinn í sögunni en Björn Bergmann Sigurðarson hefur átt fast sæti í landsliðshóp Íslands á undanförnum misserum.

Arnór Smárason hefur einnig komið reglulega við sögu hjá íslenska A-landsliðinu og verður spennandi að fylgjast með framvindu mála á næstunni hjá Birni og Arnóri hvað A-landsliðið varðar.

Tvö efstu liðin í hverj­um riðli kom­ast í sex­tán liða úr­slit­in.

A-RIÐILL: Rúss­land, Úrúg­væ, Egypta­land, Sádi-Ar­ab­ía.
B-RIÐILL: Portúgal, Spánn, Íran, Mar­okkó.
C-RIÐILL: Frakk­land, Perú, Dan­mörk, Ástr­al­ía.
D-RIÐILL: Arg­entína, Króatía, Ísland, Níg­er­ía.
E-RIÐILL: Bras­il­ía, Sviss, Kosta­ríka, Serbía.
F-RIÐILL: Þýska­land, Mexí­kó, Svíþjóð. Suður-Kórea.
G-RIÐILL: Belg­ía, Eng­land, Tún­is, Panama.
H-RIÐILL: Pól­land, Kól­umbía, Senegal, Jap­an.