Það fór ekki framhjá mörgum að Ísland verður í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Rússlandi sumarið 2018.
Leikið verður við Argentínumenn í Moskvu 16. júní,
við Nígeríumenn í Volgograd 22. júní og loks við Króatíu í Rostov 26. júní.
Skagamenn gætu komið við sögu á HM í fyrsta sinn í sögunni en Björn Bergmann Sigurðarson hefur átt fast sæti í landsliðshóp Íslands á undanförnum misserum.
Arnór Smárason hefur einnig komið reglulega við sögu hjá íslenska A-landsliðinu og verður spennandi að fylgjast með framvindu mála á næstunni hjá Birni og Arnóri hvað A-landsliðið varðar.
Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í sextán liða úrslitin.
A-RIÐILL: Rússland, Úrúgvæ, Egyptaland, Sádi-Arabía.
B-RIÐILL: Portúgal, Spánn, Íran, Marokkó.
C-RIÐILL: Frakkland, Perú, Danmörk, Ástralía.
D-RIÐILL: Argentína, Króatía, Ísland, Nígería.
E-RIÐILL: Brasilía, Sviss, Kostaríka, Serbía.
F-RIÐILL: Þýskaland, Mexíkó, Svíþjóð. Suður-Kórea.
G-RIÐILL: Belgía, England, Túnis, Panama.
H-RIÐILL: Pólland, Kólumbía, Senegal, Japan.