Nýverið fór fram seinni hluti haustmóts Fimleikasambandsins í hópfimleikum og var keppt á Selfossi. Að venju náðu keppendur úr Fimleikafélagi Akraness að sýna góða hluti. Meistaraflokkur FIMA og 2. flokkur kepptu á þessu móti með frábærum árangri.
Keppni í 2. flokki var afar hörð þar sem að 15 sterk lið tóku þátt – lið FIMA endaði í 5. sæti sem er góður árangur. Meistaraflokkurinn gerði sér lítið fyrir og sigraði og þar stóð tímamótaumferð í keppni á trampólíni upp úr.
Aftari röð Stefán Þór Friðriksson þjálfari, Stefanía Sól Sveinbjörnsdóttir þjálfari, Írena Rut Elmarsdóttir, Ylfa Claxton, Marín Birta Pétursdóttir, Ída Sigurðardóttir, Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir, Þórdís Þöll Þráinsdóttir þjálfari og yfirþjálfari, Elísa Svala Elvarsdóttir þjálfari.
Fremri röð frá vinstri Sylvía Mist Bjarnadóttir, Aþena Ósk Eiríksdóttir, Sóley Brynjarsdóttir, Ásdís Elva Gränz, Aldís Inga Sigmundsdóttir, Valdís Eva Ingadóttir, Harpa Rós Bjarkadóttir, Matthildur Hafliðadóttir og Andrea Dís Elmarsdóttir.
Aldrei fyrr hefur lið frá ÍA verið með tvöfaltheljarstökk með 1/2 snúning sem liðs umferð á trampólíni. Stelpurnar hafa tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og hefur meistaraflokkurinn aldrei verið jafn fjölmennur og sterkur eins og hann er núna.
Á unfanförnum vikum hefur mikið verið um að vera í keppnishaldi hjá fimleikafólkinu úr ÍA. Um miðjan nóvember kepptu 4. og 3. flokkur og alls voru 60 keppendur frá ÍA sem stóðu sig einstaklega vel.
Aftasta röð frá vinstri Sólrún Lilja Finnbogadóttir, Salka Brynjarsdóttir, Maren Lind Steinþórsdóttir, Hrafnhildur Jökulsdóttir og Evlalía Lind Þórðardóttir
Miðjuröð frá vinstri Fríða Sif Atladóttir, Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir, Krissy Van Den Berg, Thelma Rós Ragnarsdóttir.
Fremsta röð Andrea Kristín Ármannsdóttir, Alexandra Ósk Reynisdóttir og Guðrún Julianne Unnarsdóttir.