Í tilefni 40 ára afmælis Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi var þetta tónlistarmyndband gefið út. Ísak Máni Sævarsson er maðurinn á bak við vélina en nemendur FVA leika aðalhlutverkin í myndbandinu. Textinn er um nemendur FVA sem hafa látið að sér kveða með ýmsum hætti að námi loknu. Það er áhugavert að hlusta á textann og kannski kemur nafnið þitt fyrir í þessari upptalningu.
Lagið heitir Skutlan 2017 og er eftir Skagamanninn Red Robertsson eða Inga B. Róbertsson. Hann samdi lagið og textinn er samvinnuverkefni hópsins.
Matthías Finnur Vignisson er í aðalhlutverkinu en aðrir sem koma við sögu eru :
Alexía Mist, Ágústa Margrét, Björn Ingi, Leó Snær, Ísak Máni, Matthías Finnur, Hreiðar Henning, Davíð Orri, Steinar Bragi, Guðjón Snær og Júlía Gunnarsdóttir.
Kvikmyndataka: Ísak Máni, Ljós: Ísak Máni og Davíð Orri. Handrit: Ísak Máni. Klipping: Ísak Máni. Aðstoð á setti: Davíð Orri. Tækjaleiga: Shutter Rental. Hljóð: Lag: Red Robertsson. Upptaka og mastering: Red Robertsson og Birgir Þórisson
Produced by: Red Robertsson og Birgir Þórirson. Texti: Red Robertsson og Skutlan.
Hér fyrir neðan má sjá annað lag sem Red Robertsson sendi frá sér fyrr á þessu ári.